Valsblaðið 2023 er komið út

Valsblaðið árið 2023 er komið út - Fyrsta Valsblaðið kom út í janúar 1939 en ritstjóri þess og ábyrgðarmaður var Sigurður Ólafsson. Hann og Frímann Helgason sáu um greinaskrif og báru hitann og þungan af útgáfunni árum saman.

Valsblaðið er ómetanleg heimild um starfsemi félagsins og gefur innsýn í helstu málefni og áherslur Vals á hverjum tíma, sigra utan vallar sem innan og tíðarandann.

Af ýmsum ástæðum var útgáfa blaðsins stopul eftir 1940 en það var endurvakið með krafti 1958. Frá árinu 1983 hefur Valsblaðið komið út árlega og nú er 74. tölublaðið komið út undir styrkri ritstjórn Guðna Olgeirssonar en hann hefur ritstýrt Valsblaðinu í tvo áratugi eða frá árinu 2003.

Smelltu hér til að skoða Valsblaðið 2023

Hægt er að nálgast blaðið á þegar val á íþróttamanni Vals verður kunngjört á gamlársdag í Valsheimilinu. Dagskráin hefst stundvíslega klukkan 12:00 en þetta verður í 31. skipti sem að valið fer fram og hvetjum við Valsara til að fjölmenna að Hlíðarenda.

Valsblaðið 2023