Uppskeruhátíð yngri flokka í fótbolta

Mánudaginn 8.september var haldin Uppskeruhátíð yngri flokka Vals, 5.-8.flokk, í fótbolta.
Uppskeruhátíðin hófst á ávarpi frá Valgerði Mariju, Íþróttafulltrúa Vals, og Hallgrími, yfirþjálfara deildarinnar. Í framhaldi af því var farið yfir tímabil hvers flokks og þeim veitt viðurkenning. Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal fyrir góðan árangur að liðnu tímabili, ásamt bókinni "Í eldhúsinu eftir Hrefnu Sætran: Matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri".
Við viljum óska iðkendum til hamingju með góðan árangur á liðnu tímabili.
Áfram Valur!