Íþróttalið ársins og þjálfari ársins 2025

Um helgina kom í ljós hver voru valin íþróttalið ársins og þjálfari ársins 2025 af Samtökum íþróttafréttamanna á sérstöku hófi sem haldið var í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Við hjá Vals erum ákaflega stolt af því að fulltrúar okkar fóru heim með tvær viðurkenningar úr þessu hófi.
Gústi okkar, Ágúst Jóhannsson, fyrrum þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik var valinn þjálfari ársins. Undir stjórn Gústa  urðu Valskonur Evrópubikarmeistarar, Íslandsmeistarar og deildarmeistarar auk þess sem liðið hefur verið sigursælt í fleiri ár þar á undan og unnið til fjölda titla.
Þá var kvennaliðið okkar í handknattleik valið íþróttalið ársins! Eins og hér að ofan var getið urðu þær Íslandsmeistarar, deildarmeistarar og Evrópubikarmeistarar en þær eru fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Þá unnu þær 41 leik í röð án þess að tapa og hafa í gegnum árin staðið sig vel og verið í fremstu röð á Íslandi.
Innilega til hamingju Gústi, leikmenn kvennaliðsins og þjálfarateymi. Þið eruð vel að þessum verðlaunum komin og við erum virkilega stolt af ykkur og ykkar árangri!  
Áfram Valur, áfram hærra!