22. október

Herrakvöld Vals 2021, föstudaginn 29. október

Herrakvöld Vals verður haldið föstudagskvöldið 29. október næstkomandi. Tónlistaratriði frá Bjartamari Guðlaugs, veislustjórn í höndum Svala Björgvins og Guðni Ágústsson er ræðumaður - Tryggðu þér miða inn á tix.is

Lesa meira
22. október

Birkir Heimisson í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U21 í knattspyrnu valdi á dögunumæfingahóp fyrir U21 landslið Íslands. Æfingahópurinn að þessu sinni er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika á Íslandi og er Birkir Heimisson hluti af hópnum.

Lesa meira
20. október

Skipt um gervigras á Origo-vellinum

Þriðjudaginn 19. október byrjaði vinna við að skipta um gervigras á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Áætluð verklok eru á bilinu 20. - 25. nóvember svo framarlega að veðurfar verði hagstætt á meðan verkinu stendur.

Lesa meira
15. október

Olís deild kk: Valur - ÍBV, sunnudag kl. 16:00

Valur tekur á móti ÍBV þegar liðin mætast í 4. umferð Olís deildar karla í handknattleik sunudaginn 17. október.Leikurinn fer fram í Origo-höllinni klukkan 16:00 og hægt er að kaupa miða í gegnum Stubb appið.

Lesa meira
13. október

Subway deild kv: Valur - Breiðablik (73-70)

Valsstúlkur taka á móti Breiðabliki í kvöld þegar liðin mætast í Subway deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst klukkan 18:15 í Origo-höllinni og fer miðasala fram í gegnum Stubb appið og við innganginn. Við minnum einnig á sölu árskorta sem er í fullum gangi á Stubb!

Lesa meira
12. október

Sex Valsarar valdir í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ valdi á dögunum leikmenn sem koma saman til æfinga í hæfileikamótun dagana 20. - 21. október næstkomandi. Sex Valsarar í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
3. október

Valur bikarmeistari karla í ellefta sinn

Valur er bikarmeistari karla í handknattleik eftir fjögurra marka sigur gegn Fram á Ásvöllum og liðið því handhafi bæði Íslands- og bikarmeistaratitilsins í handbolta. Til hamingju Valsarar - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
1. október

Birkir Heimisson í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-21 valdi á dögunum æfingahóp sem kemur saman 5. - 7. október næstkomandi. Birkir Heimisson í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
30. september

Final 4 í Coca Cola í dag og á morgun

Kvenna- og karlalið Vals standa í stórræðum þessa dagana en liðin leika í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta í, fimmtudaginn 30. september og á morgun, fimmtudaginn 1. október. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. september

Hildur og Lilja með U18 til Danmerkur

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum 16 leikmenn sem leika tvo vináttulandsleiki gegn Dönum - Hildur og Lilja í hópnum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
21. september

Appelsínugul viðvörun

Í ljósi þess að appelsínugul viðvörun er í gildi milli 13:30 og 17:00 verða engar fótboltaæfingar utandyra hjá yngri flokkum Vals í dag, þriðjudaginn 21. september. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
20. september

Sex Valsstúlkur með U17 til Serbíu

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 ára kvenna valdi á dögunum leikmannahóp til þátttöku í undankeppni EM 2022 sem fer fram í Serbíu. Sex stelpur úr Val í hópnum.

Lesa meira
17. september

3. flokkur kvenna leikur til bikarúrslita

Þriðji flokkur kvenna leikur til bikarúrslita næstkomandi sunnudag þegar liðið mætir Breiðablik á Kópavogsvelli. Flautað verður til leiks á sunnudag klukkan 12:00 - Styðjum stelpurnar til sigurs!

Lesa meira
15. september

Kristján Sindri í hóp hjá U15 gegn Finnum

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari valdi á dögunum leikmenn til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum sem fara fram í Mikkeli dagana 20.-24. september næstkomandi - Í hópnum er Valsarinn Kristján Sindri Kristjánsson sem hefur verið frábær með 3. flokki karla í sumar.

Lesa meira
13. september

Coca-Cola bikar kk: Valur - FH í kvöld

Valur tekur á mót FH-ingum þegar liðin mætast í átta liða úrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 20:30 og fer miðasala fram í gegnum Stubb appið.

Lesa meira
2. september

Í ljósi umræðu undanfarinna daga

Í kjölfar umræðunnar síðastliðnar vikur vill Knattspyrnufélagið Valur upplýsa félagsmenn, iðkendur og foreldra um þann vettvang sem félagið notar við úrvinnslu tilkynninga um slík málefni - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
19. ágúst

Yngri flokkar Vals - Skráning fyrir haustið opnar um helgina

Skráning í haustnámskeið yngri flokka Vals opnar núna um helgina ásamt því að æfingatöflur haustsins verða opinberaðar. Mánudaginn 23. ágúst er skólasetning hjá hverfisskólunum á mismunandi tímum og því munu æfingar hjá öllum greinum hefjast samkvæmt hauststundatöflu þriðjudaginn 24. ágúst.

Lesa meira
3. ágúst

Pepsi Max deild karla: Valur - KR (1-0)

Valur tekur á móti KR-ingum þegar liðin mætast í 15. umferð Pepsi Max deildar karla í dag, miðvikudaginn 4. ágúst. Leikurinn fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og verður flautað til leiks klukkan 19:15.

Lesa meira
23. júlí

Kristófer Jónsson til Venezia

Knattspyrnudeild Vals og Venezia FC hafa náð samkomulagi um að hinn efnilegi leikmaður Vals, Kristófer Jónsson fari á lánssamning til Venezia FC á Ítalíu í eitt ár.

Lesa meira
5. júlí

Þrír Valsarar með U19 á EM

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem fara á EM 19 ára liða í Króatíu dagna 12.-22. ágúst - Þrír Valsarar í hópnum og tveir til vara.

Lesa meira
5. júlí

Fjórar stelpur úr Val með U19 á EM

Díana Guðjónsdóttir, Magnús Stefánsson og Guðmundur Helgi Pálsson landsliðsþjálfarar U19 ára liðs kvenna í handbolta völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem fara á Evrópumótið í Madekóníu - Smelltu á fyrirsögn til að sjá nánar.

Lesa meira
1. júlí

Pepsi Max deild karla: Valur - FH (2-0)

Valur tekur á móti FH-ingum í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í dag, fimmtudaginn 1. júlí á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er miðasala í fullum gangi inn á Stubbur appinu.

Lesa meira
28. júní

Lilja með U17 á EM í Litháen

Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum þá 16 leikmenn sem spila á EM í Litháen 7. – 15. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
23. júní

Glódís og Kolbrá á æfingum með U15

Valsararnir Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir taka þessa dagana þátt í úrtaksæfingum U15 ára kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þær eru hluti af 32 manna hópi sem Ólafur Ingi Skúlason þjálfari liðsins valdi nú á dögunum.

Lesa meira
18. júní

Valur Íslandsmeistari í handbolta

Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í handknattleik eftir öruggan sigur á Haukum í seinni leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Til hamingju Valsarar!

Lesa meira
15. júní

Sex Valsarar í U-19 ára hóp HSÍ

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson þjálfarar U-19 ára landsliðs Íslands í handknattleik völdu á dögunum 29 leikmenn sem koma saman til æfinga í sumar. Sex Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til skoða nánar.

Lesa meira