Líf og fjör í annarri viku sumarstarfsins - Skráning í viku 3-6 í fullum gangi

Það er óhætt að segja að það sé búið að vera líf í tuskunum í sumarstarfi Vals þessa vikua þar sem yfir 90 iðkendur hafa gæða starfinu lífi að Hlíðarenda.

Í sumarbúðunum hefur dagskráin að vanda verið sneysafull og ber hæst að nefna vettfangsferð í Hallgrímskirkju þar sem krakkarnir fengu að fara í kirkjuturninn. Í sólarsömbuni á miðvikudaginn fór hópurinn í sund og í rigningunni á fimmtudaginn fór hópurinn í skemmtiferð í fjölskyldu og húsdýragarðinn. Eins og gefur að skilja var mikil stemning fyrir leiknum í dag og verður sett upp HM-stofa í andyri Valsheimilsins og fá krakkarnir popp með leiknum. Dóra Sif  stjórnandi sumarbúðana var að vonum sátt með vikuna. "Frábær vika að baki, mikil gleði og mikil orka. Næsta vika verður ekki síðri en þá ætlum við að fara í vettvangsferð á Árbæjarstafnið, kíkja í heimsókn á landhelgisgæsluna og af öllum líkindum fara til vina okkar í Mjölni."

Í kringum 70 iðkendur hafa verið í knattspyrnuskólanum þessa vikuna og um 20 krakkar í körfuboltaskólanum. Aron Elí skólastjóri knattspyrnuskólans er gífurlega sáttur með mætinguna og ekki síður áhuga iðkendanna sem hafa verið jákvæðir og duglegir þrátt fyrir vont veður. "Veðrið hefur kannski ekki verið að leika við okkur en krakkarnir mega eiga það að gleðin og jákvæðnin hefur verið í fyrirrúmi. Við enduðum vikuna með litla HM-mótinu að Hlíðarenda og líkt og í síðustu viku þurfti hreinan úrslitaleik til að skera úr um sigurvegara."

Síðasta námskeiðið í körfunni í bili er í næstu viku og vonast Friðrik Þjálfi eftir jafn góðri skráningu og á fyrstu tveimur námskeiðunum."Krakkarnir eru búnir að standa sig mjög vel og má glöggt sjá framfarir hjá þeim. Okkur þótti sérstaklega skemmtilegt að taka á móti krökkum utan félagsins og vonumst við til að þau mæti aftur í næstu viku."

Í gær lauk Tækninámskeiði 1 í fótbolta fyrir krakka í 5. 4. og 3. flokki og er skráning opin í námskeið tvo. Það voru tólf duglegir krakkar sem æfðu sl. tvær vikur milli 8 og 9 á morgnana. Elín Metta Jensen landsliðskona og framherja meistaraflokks Vals hefur verið að leiðbeina á námskeiðinu ásamt þjálfurum úr starfinu okkar. Skráning er í fullum gangi í Nóra fyrir næsta námskeið sem hefst á mánudag.

Um leið og við þökkum fyrir frábæra viku minnum við á að skráning á námskeið 3 - 6 er í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins - Hlökkum til að taka á móti krökkunum í næstu viku.