Vetrarstarf Vals 2019-20

Ekki reyndist unnt að birta stundatöflur fyrir veturinn í dag eins og vonast var til af óviðráðanlegum orsökum. 

Æfingatöflur fyrir veturinn 2019-2020 verða birtar hér á heimasíðunni á allra næstu dögum og á sama tíma opnar fyrir skráningar bæði í íþróttagreinar og Valsrútuna. 

Æfingar í körfubolta og handbolta munu hefjast skv. stundatöflum mánudaginn 26. ágúst en ekki er hægt að byrja fyrir helgi þar sem ráðast þarf í lagfæringar á íþróttasal félagsins. 

Tilkynningar um æfingatöflur og opnun skráninga munu verða sendar hér á heimasíðunni og á sport abler forritinu.