Búið að opna fyrir skráningu - Haust 2021

Skráning í haustnámskeið yngri flokka Vals opnaði  núna um helgina ásamt því að æfingatöflur haustsins hafa verið opinberaðar hér á heimasíðunni.

Mánudaginn 23. ágúst er skólasetning hjá hverfisskólum félagsins á mismunandi tímum og því hefjast æfingar samkvæmt æfingatöflum þriðjudaginn 24. ágúst.

Sama daga fer Valsrútan af stað og forsenda þess að frístundaheimilin sendi börnin í rútuna er að búið sé að ganga frá skráningu - Biðjum foreldra vinsamlegast um að virða það.

Iðkendur sem fara á æfingar sem hefjast á bilinu 14:30-15:00 fara í fyrri ferð en ef æfingar hefjast á bilinu 15:30-15:50 fara iðkendur í seinni ferð. Nánari upplýsingar um Valsrútuna má finna hér: valur.is/born-unglingar/valsrutan

Öll skráning fer fram í gegnum skráningarsíðu félagsins sem má finna hér: www.sportabler.com/shop/valur 

 

Æfingatöflur - Haustið 2021