Valkyrjur

NafnStarfNetfang
Magdalena KjartansdóttirFormaðurvalkyrjur@valur.is
Svala ÞormóðsdóttirVaraformaður
Selma Dögg Víglundsdóttir
Helena ÞórðardóttirGjaldkeri
Eva GunnlaugsdóttirRitari
Sigurlaug RúnarsdóttirTengiliður
María Hjaltalín

 

Varamenn í stjórn:

Auður Huld Kristjánsdóttir

Sigríður Eyþórsdóttir

 

Þann 12. apríl 2012 var haldinn stofnfundur Valkyrja - félags kvenna í Val. Stofnfélagar telja um 70 konur sem tengjast félaginu á mismunandi hátt.

Gamlar Valskempur sem hafa æft og keppt undir merkjum Vals, núverandi leikmenn félagsins, mæður af hliðarlínunni og aðrir velunnarar félagsins:

Verndari Valkyrja er  Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna og fyrsti einstaklingurinn í hópíþrótt til að hljóta titilinn íþróttamaður ársins.

Tilgangur félagsins er að stuðla að betra og öflugara starfi hjá knattspyrnufélaginu Val með sérstakri áherslu á jafnréttistefnu Vals, bæði hvað iðkendur og stjórnun félagsins varðar.

Að þessu skal unnið m.a. með því að:

  • Vera vettvangur fyrir konur til að eiga samskipti sín á milli um málefni félagsins.
  • Vera sýnilegt afl í innra starfi Vals.
  • Beita sér fyrir því að unnið sé í samræmi við jafnréttisstefnu Vals.
  • Auka sýnileika kvenna og stuðla að fjölgun þeirra í stjórnum félagsins.
  • Styrkja uppeldis- og forvarnarþátt íþróttanna meðal iðkenda innan félagsins. 

Félagafundir verða haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuði. Markmiðið með þeim fundum er að vinna í hinum ýmsu málefnum sem tengjast félaginu -  bæði til gagns og gamans.

Að auki er stefnt að því að vera með í það minnsta tvo fasta viðburði á ári - Valkyrjukvöld og konukvöld.

Við hvetjum allar áhugasamar Valskonur til að hafa samband og skrá sig með því að senda póst á  netfangið valkyrjur@valur.is