Valur Reykjavik Logo Vector (.AI) Free Download   OFBELDI & ÁREITNI | FRÆÐSLUEFNI & TILKYNNINGAR

Ef grunur liggur á að einstaklingur hafi orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun er mikilvægt að hann geti leitað til óháðs aðila með sérþekkingu um meðferð slíkra mála.

Til þess að tryggja að mál fái viðeigandi meðferð beinum við öllum tilkynningum til fagaðila innan Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) - Hægt er að senda beina tilkynningu á netfangið sidamal@ibr.is 

Sjá má frekari upplýsingar inn á heimasíðu ÍBR: www.ibr.is/sidamal

______________________________________________________________________________________________________________

 

Hvert geta aðilar sem hafa upplifað eða orðið vitni af árteitni eða ofbeldi leitað?

  • Hægt er að senda tilkynningu á sidamal@ibr.is þar sem óháðir aðilar með sérþekkingu fara með meðferð málsins
  • Valur á í góðu samstarfi við Æskulýðsvettvanginn - sjá frekari upplýsingar að neðan.
  • Hægt er að leita til Samskiptaráðgjafa vegna einelti eða ofbeldi í íþrótta- eða æskulýðsstarfi.
  • Hægt er að tilkynna mál til siðanefndar Vals á netfangið sidanefnd@valur.is 

 

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda póst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is eða hringt í síma 839-9100.

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa.

Heimasíða Samskiptaráðgjafa: www.samskiptaradgjafi.is/

Hér er hægt tilkynna áreiti eða einelti hjá samskiptaráðgjafa: samskiptaradgjafi.is/tilkynningaform

 

Barnavernd - Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins

Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. 

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd er öllum opið og ókeypis.

Smelltu hér til þess að opna vef netnámskeiðisins

 

Símanúmer og netföng lykilaðila:

Barnavernd Reykjavíkur
sími: 411 9200
netfang: barnavernd@reykjavik.is

Lögreglan
sími: 444 1000
netfang: lrh@lrh.is

Íþróttabandalag Reykjavíkur
sími: 535 3700
netfang: sidamal@ibr.is

Samskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs
sími: 839-9100
netfang: sigurbjorg@dmg.is

Æskulýðsvettvangurinn
sími: 568 2929
netfang: aev@aev.is

 

Hér að neðan má finna hlekki fyrir leiðbeiningar og fræðsluefni um siðamál: