Hlutverk

Hlutverk okkar er að hámarka lífsgæði, vellíðan og árangur félagsmanna.

  • Við bjóðum framúrskarandi íþróttauppeldi sem styrkir sjálfsmynd og heilbrigt líferni barna og ungmenna.
  • Við gefum afreksfólki bestu mögulegu forsendur til að þroska hæfileika sína og ná árangri.
  • Við veitum félagsmönnum á öllum aldri tækifæri til að rækta tengsl við félagið og aðra Valsmenn.

Gildi Vals eru: Ábyrgð, metnaður, heilbrigði og lífsgleði

Ábyrgð

Heilbrigði

Við sýnum ábyrgð við íþróttauppeldi barna og unglinga Við leggjum áherslu á reglusemi og heilbrigð lífsviðhorf
Við stýrum fjárhag félagsins af ábyrgð og festu Við leggjum áherslu á að þjálfarar Vals séu fyrirmynd iðkenda og stundi heilbrigt líferni
Við berum virðingu gagnvart umhverfi okkar Við berum virðingu gagnvart náunganum og mótherjum
   Við leggjum áherslu á að Hlíðarendi sé reyklaust svæði
   

Metnaður

Lífsgleði

Við leggjum áherslu á fagmennsku innan vallar sem utan Við látum ekki kappið bera fegurðina ofurliði
Við höldum stöðu okkar sem helsta afreksfélag landsins Við leggjum áherslu á ánægju starfsfólks, ánægju iðkenda og ánægju foreldra
Við erum öðrum til fyrirmyndar Við höfum starfi okkar þannig að allir hafi gaman af og þannig að Valsmenn á öllum aldri vilji taka þátt í því
Við leggjum áherslu á að aðstaða félagsins og þjónusta sé ávallt fyrsta flokks
Valsmenn á öllum aldri vilja taka þátt