Siðareglur Vals 

Siðareglur þessar eiga við um starfsmenn félagins (þjálfara og aðra starfsmenn), alla meistaraflokksleikmenn, stjórnarmenn sem og sjálfboðaliða sem eru í ábyrgðarhlutverki í ferðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins.

Barn eru allir þeir sem eru yngri en 18 ára.  Barn í þessu tilfelli getur bæði verið iðkandi sem og starfsmaður. Þegar fjallað er um iðkanda í siðareglum þessum er átt við iðkanda í yngri flokkum félagsins

  • Beittu barn eða samstarfsmann aldrei, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
  • Leggðu barn eða samstarfsmann aldrei í einelti.
  • Tilkynntu strax til yfirmanns eða siðanefndar ef þú hefur grun um að barn eða starfsmaður sé beittur ofbeldi (andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða einelti).
  • Ekki vera vinur iðkanda sem er yngri en 18 ára á samfélagsmiðlum.  Eina undantekningin frá þessari reglu er ef starfsmaður/stjórnarmaður og iðkandi eru bundnir nánum fjölskylduböndum.
  • Taktu aldrei að þér akstur iðkenda á æfingu eða í leiki nema með vitneskju eða leyfi foreldra.
  • Aldrei eiga í samskiptum við barn með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt.
  • Ekki vera með niðrandi athugasemdir um iðkanda svo sem um holdafar, kynþátt, kynhneigð, trúarskoðanir eða stjórnmálaskoðanir iðkanda.
  • Ekki tala á niðrandi hátt um foreldra eða forráðamenn iðkanda.
  • Ekki misnota stöðu þína innan félagsins í fjárhagslegum tilgangi fyrir þig eða þér tengda.
  • Ekki notafæra stöðu þína innan félagsins til eigin framdráttar á kostnað félagsins.
  • Sem starfsmaður ert þú  bundin trúnaði gagnvart persónulegum upplýsingum sem þú verður áskynja í starfi.  Lög um barnavernd ganga þó þessu ákvæði að sjálfsögðu framar (t.d. ef barn segir þér í trúnaði að það hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þá ber þér skylda til að segja frá).

 

Brot á siðareglum

Ef iðkandi, foreldri, stjórnarmaður, starfsmaður, félagsmaður, sjálfboðaliði eða einhver annar telur að þessar siðareglur hafi verið brotnar getur hann vísað málinu til siðanefndar Vals.  Brot á siðareglum Vals geta varðað brottrekstur úr starfi eða úr félaginu.

Netfang siðanefndar Vals er: sidanefnd@valur.is

Siðareglur UMFÍ: Smelltu hér til að skoða siðareglur UMFÍ

 

Siðanefnd

Siðanefnd Vals er skipuð íþróttafulltrúa og tveim aðalstjórnarmönnum sem eru tilnefndir af aðalstjórn félagsins.  Þessir aðalstjórnarmenn mega ekki eiga sæti í stjórnum deilda félagsins né vera launaðir starfsmenn.  Einnig skal tilnefna tvo varamenn sem taka sæti aðalmanna ef aðalmenn telja sig vanhæfa til að fjalla um mál vegna tengsla sinna við aðila þess. Aðalstjórn tilnefnir varamenn hverju sinni ef þess gerist þörf.

Siðanefnd Vals hefur það hlutverk að  kanna málavexti þeirra mála sem vísað er til nefndarinnar og kalla hlutaðeigandi aðila til fundar við sig.  Siðanefnd Vals getur kallað eftir gögnum frá stjórnum Vals sem og starfsmönnum félagsins ef gögnin tengjast því máli sem er til umfjöllunar er.  Siðanefnd er skylt að skila skriflegri skýrslu til aðalstjórnar um hvert það mál sem kemur inn á borð nefndarinnar. Einnig ber siðanefnd að skýra hlutaðeigandi aðilum frá niðurstöðu málsins bréflega eða með fundi. Eftirfarandi atriði skulu koma fram í skýrslu siðanefndar:

  • Hvernig kom málið inn á borð siðanefndar
  • Hverjir eru málavextir
  • Hvernig vann siðarnefnd með málið
  • Hver er niðurstaða siðarnefndar. 
  • Niðurstöðu þarf að rökstyðja.

Skýrslu skal skila til framkvæmdarstjóra og aðalstjórnar - Skýrsla siðanefndar er trúnaðarmál.

Siðanefnd Vals getur komist að þeirri niðurstöður að mál sé of alvarlegt til að fjallað sé um það innan Vals og vísað því beint til viðeigandi yfirvalda (lögreglu og/eða barnaverndarnefndar eftir atvikum).  Siðanefnd skal ávalt fara í einu og öllu eftir barnaverndarlögum við úrvinnslu mála.

Siðanefnd Vals ber að setja sér verklagsreglur og leitast við að útkljá mál á sem skemmstum tíma.

Úrræði sem siðanefnd Vals getur beitt eru eftirfarandi

Siðanefnd getur lagt til eftirfarandi niðurstöður til framkvæmdastjóra og aðalstjórnar. En niðurstöður hennar eru einungis leiðbeinandi fyrir framkvæmdastjóra og aðalstjórn Vals og þau ekki bundin af þeim tillögum við afgreiðslu einstakra mála nema mælt sé fyrir á annan veg í lögum.

  • Láta málið niður falla
  • Veita skriflega áminningu
  • Leggja til við aðalstjórn félagsins tímabundna brottvísun úr starfi
  • Leggja til við aðalstjórn félagsins brottvikningu úr starfi
  • Vísa máli til viðeigandi yfirvalda (lögreglu og/eða barnaverndaryfirvalda).

Allir þeir sem koma að starfi hjá Val þurfa að skrifa undir þessar siðareglur áður en þeir hefja störf eða um leið og siðareglur eru útgefnar.

                    Netfang siðanefndar Vals er: sidanefnd@valur.is