Hvað er einelti?
Við tölum um einelti þegar einstaklingur (þolandi) verður fyrir
endurteknu áreiti frá öðrum einstaklingi (geranda) og á erfitt með
að verjast því. Í einelti er valdaójafnvægi þar sem gerandinn
misbeitir valdi gegn þolandanum. Barn sem er sterkara,
árásargjarnara og frakkara leggur annað barn sem er líkamlega
og/eða félagslega veikara í einelti. Einelti veldur þjáningum sem
geta fylgt þolanda ævilangt. Í verstu tilfellum geta afleiðingarnar
leitt til sjálfsvígs. Þess vegna er mikilvægt að grípa inn í sem
allra fyrst ef upplýsingar um meint einelti koma fram. Þannig má
koma í veg fyrir að sársaukinn magnist og skjóti rótum í sál og
líkama. Skjót aðkoma og rétt viðbrögð eru nauðsynlega.
Í Knattspyrnufélaginu Val höfum við eftirfarandi að
leiðarljósi;
-
Börnum og unglingum á að líða vel í félaginu
-
Einelti er aldrei eðlilegt eða réttlætanlegt og er ekki liðið
í félaginu
-
Við leggjum ekki aðra í einelti
-
Við segjum frá ef við höfum orðið vör við að barn eða
unglingurer lagður í einelti
Hver eru mörkin á milli stríðni og eineltis?
Sársaukamörk barna eru mismunandi. Það sem eitt barn upplifir
sem stríðni getur öðru þótt óþægilegt eða niðurlægjandi. Best er þó
að vera vakandi fyrir allri stríðni á milli barna, skipta sér strax
af og stöðva það sem fram fer frekar en bíða átekta og sjá hverju
fram vindur.
Til að komast að því hvort um einelti sé að ræða eða "bara grín"
er skynsamlegt að blanda sér í atburðinn með því að ganga út frá
sjálfum sér og segja t.d. "Ef ég lenti í þessu þætti mér það mjög
óþægilegt og vildi að þessu yrði strax hætt. Hvað finnst þér?" Þú
gefur skýrt til kynna að það sé eðlilegt að andmæla þó að það eigi
að heita saklaust grín, jafnframt tjáir þú með skýrum hætti að
barnið megi treysta á aðstoð hins fullorðna.
Hver ber ábyrgð?
Börnum og unglingum á að líða vel í Val. Foreldrar, þjálfarar og
aðrir sem koma að þjálfun og uppeldi barna gegna lykilhlutverki og
bera ábyrgð á því að iðkendur búi við öryggi. Í Val eins og heima
fyrir á umhverfið að einkennast af hlýlegum og jákvæðum áhuga og
alúð hinna fullorðnu.
Hvað á iðkandi að gera sem verður fyrir einelti eða veit um
einelti?
Eðlilegt er að iðkandi snúi sér fyrst til foreldra sinna.
Iðkandi getur einnig snúið sér beint til þjálfara, yfirþjálfara eða
yfirmann barna- og unglingasviðs sem koma málinu í réttan
farveg.
Hvað á foreldri sem verður vart við einelti að gera?
Foreldri hefur samband við þjálfara, yfirþjálfara eða yfirmann
barna-og unglingasviðs.
Hvað gerir starfsmaður Vals sem verður var við einelti?
Starfsmaður Vals í flestum tilvikum þjálfari sem verður var við
einelti ræðir málið foreldra barnsins og gjarnan barnið sjálft. Þau
ákveða hvort þau fari með málið lengra t.d. til Erindis sem tekur á
samskiptavand iðkenda sem stunda íþróttir hjá Val.