Merki Knattspyrnufélagsins Vals   YNGRI FLOKKAR VALS | FRÉTTIR 

17. ágúst

Skráning í íþróttaskóla Vals hafin

Skráning á haustönn í íþróttaskóla Vals opnaði í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Fyrsti tími haustannar er laugardaginn 26. ágúst. Minnum á að námskeiðið fyllist hratt og því mikilvægt að ganga frá skráningu sem fyrst. Skráning fer fram á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur/ithrottaskoli

Lesa meira
5. júlí

Kraftmiklar stelpur í sjöunda flokki kvenna

7. flokkur kvenna hjá Val hefur verið að æfa dyggilega þrisvar sinnum í viku í vetur og fjórum sinnum yfir sumartímann. Hópurinn telur um 45 stelpur sem hafa farið á fjölda móta, þar á meðal á Akranesi og í Njarðvík. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
4. maí

Búið að opna skráningu í sumarstarf Vals

Búið er að opna fyrir skráningu í Sumarstarf félagsins inn á skráningasíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Að vanda er boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
2. janúar

Skráning á vorönn opnar 3. janúar og æfingar hefjast að nýju

Æfingar hjá yngri flokkum hefjast 3. jan sem og Valsrútan. Búið er að opna fyrir skráningu í rútuna og viljum við minna á að ganga þarf frá skráningu í vornámskeið - börnin færast ekki sjálfkrafa á nýtt tímabil. Skráning á vornámskeið (fót- hand- og körfubolta) opnar í hádeginu 3. janúar.

Lesa meira
14. október

Óskilamunir í Valsheimilinu

Búið er að raða upp óskilamunum síðustu mánaða í anddyri Valsheimilisins og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þá ef eitthvað hefur ekki skilað sér heim í byrjun hausts.

Lesa meira
5. október

Landsliðshópar yngri landsliða HSÍ í október

Þjálfarar yngri landsliða karla í handknattleik völdu á dögunum æfingahópa fyrir liðin sín en áætlað er að þau æfi á höfuðborgarsvæðinu 12. – 16. okt næstkomandi - Alls 16 strákar úr Val í hópunum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
9. september

Alexander Ingi valinn í hæfileikamótun KSÍ

Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, valdi á dögunum leikmenn til æfinga í Hæfileikamótun dagana 14. – 16.september 2022. Í hópnum er Valsarinn Alexander Ingi Arnarsson - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. ágúst

Guðrún Hekla og Kolbrún Arna með U15 gegn Færeyjum

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn sem taka þáttt í tveimur æfingjaleikjum gegn Færeyjum dagana 15. - 19. ágúst næstkomandi. Tvær Valsstelpur í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. ágúst

Frábær árangur á Generation handball

Valur vann Generation Viborg Cup 2022 í flokki 15 ára stúlkna en mótinu lauk núna um helgina. Stelpurnar léku frábærlega í úrslitaleiknum á móti Vestmanna og urðu lokatölur 21-15 Val í vil. Lið Vals í 17 ára aldursflokki fóru í úrslit bæði í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
2. ágúst

Skráning á ágústnámskeið í fullum gangi

Skráning á ágústnámskeið í sumarstarfi Vals er í fullum gangi inn á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Í boði eru bæði handbolta- og körfuboltanámskeið en frekari upplýsingar má með því að smella á fyrirsögnina.

Lesa meira
9. júní

Sumarstarf Vals - Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarstarf Vals inn á skráningarsíðu félagsins sportabler.com/shop/valur. Nánari upplýsingar er að finna á valur.is/sumarstarf - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. maí

3. flokkur karla Íslandsmeistari í handbolta

3.flokkur karla vann frábæran sigur á Haukum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta sem fór fram að Varmá í Mosfellsbæ. 4. flokkur kvenna mátti sætta sig við silfur sem er engu að síður frábær árangur. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
4. mars

3. flokkur kvenna Reykjavíkurmeistarar

Stelpurnar í 3. flokki kvenna urðu í gær Reykjavíkurmeistarar eftir öruggan 4-0 sigur á Fylki í lokaleik mótsins. Stelpurnar unnu þrjá leiki í mótinu og gerðu tvö jafntefli og markatalan var 14:5. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
28. febrúar

Fjórir Valsarar í æfingahóp U16 í mars

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 ára karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfinga dagana 7.-9. mars næstkomandi. Fjórir Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
25. febrúar

Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Appelsínugul viðvörun verður í gildi frá klukkan 11-16 á höfuðborgarsvæðinu í dag. Æfingar utandyra á þessu tímabili falla því niður vegna veðurs. Æfingar innandyra samkvæmt æfingatöflum. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. febrúar

Fjórar Valsstelpur í æfingahóp U15

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U15 ára kvennalandsliðs Íslands valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 28. febrúar - 2. mars næstkomandi. Fjórar Valsstelpur í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
22. febrúar

11 Valsarar í æfingahópum yngri landsliða kvenna

Yngri landslið kvenna í handbolta koma saman til æfinga á í byrjun mars og voru hópar liðanna tilkynntir fyrir helgi. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu og á Valur alls 11 fulltrúa í hópunum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. febrúar

Vals-þema á þjálfaranámskeiði KSÍ

Það er ekki nóg með að við Valsarar eigum margt efnilegt íþróttafólk því það er líka bjart framundan í þjálfaramálunum, ekki síst ef marka má þjálfaranámskeiðið KSÍ C1 sem haldið var helgina 5.-6. febrúar, þar sem fimm Valsstúlkur námu fagið. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. febrúar

Tómas Johannessen á reynslu til Malmö

Sænska stórliðið Malmö FF hefur boðið Tómasi Johannessen til reynslu og mun hann dvelja þar við æfingar vikuna 20.-27. febrúar. Tómas, sem er fæddur árið 2007, mun æfa með bæði U-15 og U-16 ára liðum félagsins, sem er í dag sænskur meistari. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
7. febrúar

Æfingar samkvæmt æfingatöflum í dag

Í ljósi þess að óveðrið gekk hraðar yfir en gert var ráð fyrir munu æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu í dag, mánudaginn 7. febrúar. Sama gildir um Valsrútuna sem mun ganga venju samkvæmt. Valsheimilið opnar sömuleiðis á hádegi í dag og er nú lagt kapp á að gera velli tilbúna til æfinga.

Lesa meira
6. febrúar

Rauð viðvörun - Æfingar falla niður mánudaginn 7. febrúar

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun. Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður og sama gildir um íþróttastarf hjá Val. Æfingar falla því niður á morgun mánudaginn 7. febrúar hjá yngri flokkum Vals.

Lesa meira
2. febrúar

Tómas Johannessen í úrtakshóp U16

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 ára landsliðs Íslands valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 14.-16. febrúar næstkomandi. Í hópnum er Valsarinn Tómas Johannessen, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira