1. september

Hausttilboð í Macron store

Macron store Grensásvegi býður nú upp á glæsileg hausttilboð þar sem hægt er að galla sig upp fyrir haustið á frábæru verði - Tilboðin gilda út september.

Lesa meira
28. ágúst

Búið að opna fyrir skráningar yngri flokka haustið 2020

Opnað hefur verið fyrir skráingar hjá yngri flokkum Vals haustið 2020 þar sem er í boði skemmtilegt og faglegt starf í fótbolta, handbolta og körfubolta. Ásamt því er búið að opna fyrir skráningu í Valsrútuna sem mun hefja göngu sína mánudaginn 31. ágúst fyrir börn í 1.-4. bekk.

Lesa meira
27. ágúst

ÍÞróttaskóli Vals - Skráning í fullum gangi

þróttaskóli Vals hefur göngu sína að nýju laugardaginn 29. ágúst en skólinn er hugsaður fyrir leikskólabörn sem fædd eru 2015-2019 (eða frá 18 mánaða - 5 ára), en markmið hans er að kynna fyrir börnunum hinar ýmsu íþróttagreinar og leiki - Skráning í fullum gangi.

Lesa meira
21. ágúst

Æfingatöflur og nýliðavika

Æfingar haustið 2020 hjá yngri flokkum Vals fara formlega af stað mánudaginn 24. ágúst. Vikuna 24. ágúst - 30. ágúst verður nýliðavika að Hlíðarenda og eru iðkendum boðið að prófa æfingar í öllum greinum

Lesa meira
31. janúar

Olla Sigga með U17 til Írlands

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna valdi á dögunum leikmannahóp sem mun leika tvo vináttuleiki við Írland - Olla Sigga í hópnum, smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
16. janúar

Sex Valsstelpur boðaðar til æfinga með U15

Á dögunum var valinn 29 manna hópur stúlkna U15 sem kemur saman til æfinga dagana 27.-29. janúar næstkomandi. Í hópnum eru þær Embla Steindórs, Sigríður, Snæfríður, Thelma, Valgerður og Embla Karen leikmenn 3. flokks Vals.

Lesa meira
9. janúar

Yngri flokkar: Æfingar fimmtudaginn 9. janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag fimmtudaginn 9. janúar - ekki talin þörf á að foreldrar sæki börn fyrir ákveðinn tíma en áhersla lögð á að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóla eða frístundarstarfs. Æfingar innanhúss samkvæmt æfingatöflu en fótboltaæfingar utandyra falla niður hjá yngstu aldurshópunum.

Lesa meira
7. janúar

Æfingar hjá yngriflokkum - Gul viðvörun

Innanhúss æfinga hjá yngri flokkum Vals verða því samkvæmt æfingatöflum í dag. Fótboltaæfingar hjá 12 ára og yngri (5. og 7. flokkur) falla hins vegar niður vegna veðurs. Foreldrar hvattir til að sækja 12 ára og yngri eftir að æfingum lýkur.

Lesa meira
16. desember

17 Valsarar í æfingahópum HSÍ

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ völdu á dögunum hópa sem koma saman til æfingar dagana 2. - 5. janúar næstkomandi. Í hópunum eru 17 iðkendur úr Val - Smelltu á fyrirsögn til að sjá nánar.

Lesa meira
8. október

Kári Daníel með U17 til Skotlands

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 karla valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í undanriðli EM sem fer fram í Skotlandi - Kári Daníel í hópnum.

Lesa meira
1. október

Margrét Magnúsdóttir söðlar um

Margrét Magnúsdóttir þjálfari sem starfað hefur hjá félaginu frá árinu 2006 söðlaði um í haust og færði sig yfir í Árbæinn til Fylkismanna. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
19. september

Uppskeruhátíð yngri flokka í fótbolta 2019

Uppskeruhátíð verður haldin fyrir iðkendur í fótbolta karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019 þriðjudaginn 24. september klukkan 17:00. Uppskeruhátíðin er haldin fyrir bæði iðkendur og foreldra sem eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
29. júlí

Handboltaskóli Vals byrjar 6. ágúst

Handboltaskóli Vals byrjar eftir verslunarmannahelgi, þann 6. ágúst. Boðið verður uppá námskeið fyrir 6 til 15 ára og skipt eftir aldri. Frekari upplýsingar má finna hér í fréttinni. Byrjum handboltaveturinn með stæl!

Lesa meira
29. júlí

Frábær helgi á Rey Cup: 4.fl kvk B1 urðu meistarar

Flottur hópur keppenda frá Val tók þátt í Rey Cup síðustu helgina. Öll lið stóðu sig með prýði en 4. flokkur kvenna B1 varð meistari B-liða og A-lið flokksins lenti í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik. Til hamingju með árangurinn stelpur!

Lesa meira