Æfingagjöld - Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um æfingagjöld hjá öllum deildum Vals

 

Æfingagjöld skulu greidd í upphafi tímabils. Greiðsla þeirra er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum flokksins.

Allar skráningar í félagið sem og ráðstöfun frístundastyrkja sveitafélaga fara í gegnum Abler:

https://www.abler.io/shop/valur/

*Til þess að gerast notandi þarf forráðamaður að nýskrá sig og sækja Abler snjallforritið.


Nýtt fyrirkomulag við skráningu í flokka

Skráningum skal vera lokið fyrir 1. október fyrir haustönn og 1. febrúar fyrir vorönn. Við skráningu tengjast áskriftir nýjum flokkum. Staðfestir æfingatímar og samskipti við þjálfara munu tengjast nýjum flokkum. 

Iðkendur haldast inni í flokkum fyrra tímabila fram til 1. oktober/1. febrúar og eftir þann tíma eru flokkar uppfærðir og hreinsaðir. 

Það er á ábyrgð forráðamanna, eða iðkenda 18 ára og eldri að ganga frá skráningu í viðeigandi flokka/þjónustu tilgreinds tímaramma.

Þjálfarar munu tengja æfingar og viðburði við nýja flokka þegar þeir verða virkir.

Staðfestir æfingatímar og aðrar upplýsingar sem tengjast einstaka flokkum eru einungis aðgengilegar skráðum iðkendum á abler og öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram þar í gegn og því mikilvægt að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 


- Iðkendur hjá Val hafa ekki rétt til þátttöku á æfingum/mótum nema æfingagjöld hafi verið greidd.

- Ef iðkandi byrjar æfingar eftir að tímabil hefst, þarf að senda tölvupóst á íþróttafulltrúa barna og unglingasviðs, louisa@valur.is með nafni, kennitölu og upphafsdagsetningu. Upphæð æfingagjalda verður þá aðlöguð að byrjunartíma, ef meira en mánuður er liðinn af tímabilinu.

- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd Skráning er bindandi fyrir tímabilið og Valur endurgreiðir ekki æfingagjöld eftir að námskeið er hafið. Undanþágur eru veittar í sérstökum tilfellum, eins og vegna búferlaflutninga eða meiðsla/veikinda. Slík tilfelli þurfa að berast skriflega með tölvupósti á louisa@valur.is .


Vinsamlegast athugið: Þegar æfingagjald er greiðsludreift með kreditkorti leggst 3% umsýslugjald ofan á fjárhæðina sem dreift er. 

Allir greiðsluseðlar eru í kröfukaupum hjá Abler/Greiðslumiðlun og því verða forráðamenn að snúa sér þangað ef þeir lenda í vanskilum eða vilja semja um greiðslukjör eftirá.

Óski forráðamaður eftir að breyta greiðslumáta leggst 1.500 kr. umsýslugjald við gjöldin.


- Tilkynning um úrsögn þarf að berast með tölvupósti á louisa@valur.is. Ekki hægt að afskrá/afpanta á netinu. Það er á ábyrgð forráðamanns að tilkynna úrsögn til skrifstofu; tilkynning til þjálfara er ekki gild nema hún hafi verið send skriflega.

- Frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur og verður einungis ráðstafaður á viðeigandi námskeið meðan það er í gildi. Einungis er hægt að ráðstafa frístundastyrk á viðeigandi námskeið meðan það er í gildi.


- Mikilvægt er að hafa samband við Íþróttafulltrúa ef um fjárhagserfiðleika er að ræða. Úrlausnir eru til staðar, t.d. umsókn úr styrktarsjóð Vals. /born-unglingar/styrktarsjodur


Hjá Val er veittur systkina og fjölgreinaafsláttur af þjónustum umfram eina. Við fyrstu kaup virkjast afsláttar prófíll sem verður sýnilegur í næstu skráningu/m. *Reiknast sem meðaltal af keyptum þjónustum.

10% systkina afsláttur 

10% fjölgreinaafsláttur (einstaklings)


Hjá Val er veittur afsláttur vegna áreksturs við aðrar tómstundir:

2. æfinga flokkur : 1=35%

3. æfinga flokkur: 1=25%

4. æfinga flokkur: 1=20% 2=35% 3=50%


Innifalið í æfingagjöldum hjá Val:

- Niðurgreiddur ferðakostnaður vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KSÍ, KKÍ eða HSÍ utan höfuðborgarsvæðisins.

- Markmannsæfingar

- Styrktaræfingar fyrir elstu flokka allra deilda (7. bekkur og eldri)