Samstarf Vals & Atlas Endurhæfingar

Frá árinu 2016 hefur verið farsælt samstarf milli Atlas Endurhæfingar og Vals. Ætlunin er að auka enn frekar samstarfið með betri boðleiðum og hraðari aðgengi sem varðar greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttamanna hjá félaginu.

Atlas Endurhæfing hóf starfsemi sína árið 2008 og hefur verið í góðu samstarfi og verkefnum fyrir íþróttahreyfinguna (landslið og félagslið). Hjá Atlas Endurhæfingu starfa  13 sjúkraþjálfarar sem flestir hafa  sérhæfingu á ákveðnu sviði innan sjúkraþjálfunar, sem tryggir bestu mögulegu þjónustu fyrir íþróttafólk Vals á öllum aldri.

Sjúkraþjálfarar hafa lagt mikinn metnað í að sérhæfa sig í íþrótta- og verkjaendurhæfingu og bjóða upp á heildræna endurhæfingu fyrir þá sem eiga við stoðkerfis- eða vefjavandamál að stríða.

Starfsemi Atlas er staðsett við Engjaveg 6 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal (við hliðina á Laugardalshöllinni).

  • Afgreiðsla Atlas er opin mánudaga til föstudag frá kl: 8.00 - 17.00
  • Tímapantanir  eru í síma 552 - 6600 eða á afgreidsla@atlasendurhaefing.is
  • Heimasíða http://www.atlasendurhaefing.is

Einnig hvetjum við iðkendur, þjálfara og aðstandendur að vera í beinum samskiptum við okkur ef einhverjar spurningar koma upp sem varðar greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttamanna hjá félaginu.

Þeir sem eru í forsvari hjá Atlas Endurhæfingu að svara faglegum spurningum eru:

  • Einar Óli einaroli@atlasendurhaefing.is
  • Valgeir Viðarsson valgeir@atlasendurhaefing.is

Ef iðkendur meiðast er best að hafa samband við Atlas strax:

Einstaklingar eldri en 18 ára

Þeir sem eru eldri en 18 ára þurfa að koma með beiðni frá lækni í sjúkraþjálfun frá fyrsta tíma. Ef engin beiðni er þá taka sjúkratryggingar ekki þátt í niðurgreiðslu meðferðar og viðkomandi greiðir fullt gjald.

Einstaklingar undir 18 ára

Þeir þurfa aðeins að greiða komugjald í sjúkraþjálfun frá fyrsta tíma ef þau eru með beiðni frá lækni. Greiða þarf fullt gjald ef engin beiðni er frá lækni.


 

Samstarf Vals & Atlas endurhæfingar