Rútuferðir frá frístundaheimilum

Knattspyrnufélagið Valur býður iðkendum sínum upp á rútuferðir frá frístundaheimilum skólanna í hverfinu á æfingar að Hlíðarenda. Um er að ræða þjónustu fyrir 6-9 ára börn (1.-4.bekk) og á æfingar sem hefjast kl. 15:00-16:00. Börnunum er ekki ekið til baka í frístundaheimilin og því þurfa foreldrar að sækja þau að Hlíðarenda að æfingu lokinni.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimili viti hvenær börn eiga að fara á æfingar. Starfsmenn frístundaheimila fylgja þeim sem eru skráð í frístundaheimili á þann stað sem íþróttafélagið sækir á. Það er á ábyrgð foreldra að börn fari út á réttum stað og skili sér á æfingu. 

Gjaldið fyrir ferðirnar er 5.000 krónur önnin fyrir eina ferð á viku - 10.000 krónur fyrir tvær ferðir og 15.000 fyrir þrjár ferðir í viku.

Ef þið hafið áhuga á að nýta rútuþjónustuna þá vinsamlegast skráið barnið á skráningasíðunni okkar https://valur.felog.is/. Ef barn er að fara á æfingu sem hefst klukkan 15:00 þá er það Fyrri ferð en ef æfing hefst klukkan 15:50 eða 16:00 þá er það Seinni ferð. 

Muna þarf að ekki er hægt að ganga út frá því að barn komist með rútu sama dag og skráð er. Ástæðan er sú að listinn er sendu á frístundaheimilin í upphafi dags og af þeim sökum er ekki víst að barnið komist með sama dag og skráð er.

Valsrútan | Áætlun