Merki Knattspyrnufélagsins Vals    YNGRI FLOKKAR VALS | VALSRÚTAN

Knattspyrnufélagið Valur býður iðkendum sínum upp á rútuferðir frá frístundaheimilum skólanna í hverfinu á æfingar að Hlíðarenda. Um er að ræða þjónustu fyrir 6-9 ára börn (1.-4.bekk) og á æfingar sem hefjast milli kl. 14:30-16:00. Börnunum er ekki ekið til baka í frístundaheimilin og því þurfa foreldrar að sækja þau að Hlíðarenda að æfingu lokinni.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimili viti hvenær börn eiga að fara á æfingar. Starfsmenn frístundaheimila fylgja þeim sem eru skráð í frístundaheimili á þann stað sem íþróttafélagið sækir á. Starfsmaður Vals merkir við börnin þegar þau koma í rútuna og aðstoðar þau við beltisólar.  

Gjaldið fyrir ferðirnar er 8.500 krónur önnin fyrir eina ferð á viku - 17.000 krónur fyrir tvær ferðir og 25.500 fyrir þrjár ferðir í viku.

Ef þið hafið áhuga á að nýta rútuþjónustuna þá vinsamlegast skráið barnið á skráningasíðunni okkar https://www.sportabler.com/shop/valur. Ef barn er að fara á æfingu sem hefst klukkan 14:30-15:00 þá er það fyrri ferð en ef æfing hefst klukkan 15:30-15:50 þá er það seinni ferð. 

Valsrútan 2022-23