Jafnréttismál

Knattspyrnufélagið Valur leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna hvað varðar aðstöðu, þjálfun og fjármagn. Félagið veitir öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþróttir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni eða litarhætti. Laun þjálfara á barna- og unglingasviði taka mið af menntun þeirra og reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra eða þeirra sem þeir þjálfa. Laun taka einnig mið af markaðnum og lúta lögmáli um framboð og eftirspurn.