Foreldrastarf
Foreldrahandbók barna- og unglingasviðs handbolta
Smelltu hér til að skoða
foreldrahandbók BUS handbolta
Gæðahandbók BUS - Foreldrahluti
Smelltu hér til að skoða foreldrahluta
gæðahandbókar barna- og unglingasviðs
Starfslýsing foreldraráða
- Foreldraráð er tengiliður milli iðkenda, foreldra, þjálfara og
yfirþjálfara.
- Í upphafi hvers starfsárs, að hausti skulu foreldrar skipa
a.m.k. þriggja manna foreldraráð í hverjum yngri flokka félagsins
(iðkendur undir 16 ára)
- Foreldraráð sinnir mikilvægum verkefnum við undirbúining
mótahalds, fjáraflanir og önnur verkefni fyrir viðkomandi
flokk.
- Foreldraráð skal hafa náið samstarf við þjálfara flokksins
vegna leikja og keppnisferða.
- Foreldrar skulu að öllu jöfnu kosta ferðir og uppihald á
óopinber mót og skal foreldraráð skipuleggja fjáraflanir til að
létta róðurinn við að standa straum af kostnaði.
- Foreldraráð skal skipuleggja allar styttri ferðir flokka á
Íslandsmót og æfingamót í samvinnu við þjálfara. Reynt verði að
koma því við að ferðast á einkabílum á leiki sem eru í 120 km (fram
og tilbaka) fjarlægð frá Reykjavík.
- Foreldraráð skal virkja sem flesta foreldra til starfa fyrir
flokkinn, því margar hendur vinna létt verk.
Góð ráð til foreldra
"Hvað ungur nemur, gamall temur"
Sem foreldri getur þú tekið þátt í því að gera íþróttir barna og
unglinga að eftirminnilegri og jákvæðri reynslu. Hér eru nokkrar
ábendingar sem vert er að gefa gaum.
- Komdu á æfingu eða á leiki þegar þú getur. Það virkar hvetjandi
fyrir barnið líka þegar það eldist.
- Hrósið öllum iðkendum meðan á æfingum eða leik stendur, ekki
aðeins dóttur þinni eða syni.
- Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs, ekki
gagnrýna.
- Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans, ekki reyna að hafa
áhrif á störf hans á meðan á leik stendur.
- Dómarinn á að gæta að öryggi barnanna, dæma leikinn sanngjarnt
eftir bestu getu og stuðla að ánægjulegum leik fyrir börnin. Ekki
gagnrýna ákvarðanir hans.
- Hafið áhrif og hvetjið börnin til þátttöku, íþróttir eiga að
vera skemmtilegar.
- Spyrjið hvort leikurinn eða æfingin hafi verið skemmtileg eða
spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.
- Sýnið starfi félagsins virðingu. Verið virk á foreldrafundum
þar sem umræður fara fram um þjálfun og markmið félagsins, þar er
ykkar vettvangur.
- Mundu að það er barnið þitt sem er þátttakandi í íþróttum -
ekki þú. Sumum foreldrum hættir til að gleyma því.
- Standið saman um fjáraflanir og félagstarf í yngri
flokkunum.
- Leggið ykkar að mörkum til að íþróttaiðkun barna ykkar verði
raunveruleg forvörn gegn hvers kyns vá.