Meiðsli & Stoðkerfavandamál

Hvernig skal bera sig að þegar meiðsli eða stoðkerfisvandamál koma upp:

  • Ef grunur er um alvarlega áverka skal ávallt leita strax til læknis (bráðamóttöku)
  • Beinbrot, liðhlaup, alvarlegar tognanir, höfuðáverkar, skurðir o.s.frv.
  • Í kjölfarið er svo ráðlagt að heyra í sjúkraþjálfara Atlas til að fá frekara mat á ástandinu og hvað íþróttamaðurinn getur gert.
  • Frá því að mætt er fyrst í sjúkraþjálfun er hægt að koma alls 5 tíma án þess að vera með beiðni frá lækni.
  • Sjúkraþjálfari er með faglega þekkingu á því hvað ber að forðast út frá meiðslunum en einnig það sem er mikilvægara - hvað íþróttamaðurinn getur gert.Það er nánast alltaf hægt að æfa í einhverju formi þó eitt svæði á líkamanum hafi orðið fyrir meiðslum.
  • Það versta sem íþróttamaður gerir er að hætta alfarið að hreyfa sig.

Kostnaður við sjúkraþjálfun fyrir þá sem eru yngri en 18 áraKostnaðurinn er lægri en fyrir fullorðna. Á Mínar síður inn á www.sjukra.is er hægt að sjá áætlaðan kostnað við sjúkraþjálfun - en kostnaður breytist eftir hve mikið heilbrigðisþjónusta er nýtt.

Allir yngri en 18 ára þurfa að hafa skráðan forráðamann inn í kerfi sjúkraþjálfara. Ef um slys í íþrótt er að ræða er hægt að sækja um endurgreiðslu frá ÍSÍ - www.isi.is en þar er eyðublað vegna slysa sem fylla þarf út.