Jafnréttisstefna Knattspyrnufélagsins Vals

Knattspyrnufélagið Valur leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna hvað varðar aðstöðu, þjálfun og fjármagn. Félagið veitir öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþróttir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni eða litarhætti.

Laun þjálfara á barna- og unglingasviði taka mið af menntun þeirra og reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra eða þeirra sem þeir þjálfa. Laun taka einnig mið af markaðnum og lúta lögmáli um framboð og eftirspurn.

Knattspyrnufélagið Valur leggur ríka áherslu á jafnrétti kynja hvað varðar aðstöðu,þálfun og fjármagn. Félagið leggur mikið kapp í að veita öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþróttir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni eða litarhætti.

 

Knattspyrnufélagið Valur leggur metnað í að:

 • iðkendur fái úthlutað jafn mörgum tímum til æfinga til beggja kynja sem stunda æfingar innan sömu greinar og eru á sama aldri
 • börn og unglingar njóti þess að vera á jafngóðum tíma dagsins á æfingu óháð kyni
 • iðkendur af báðum kynjum njóti sömu eða sambærilegrar aðstöðu og aðbúnaðar við æfingar
 • samræmi sé í fjárveitingum innan félagsins til íþróttagreina eftir kynjum.
 • umfjöllun um starf iðkenda sé jöfn hjá kynjum eftir aldri
 • sjá til þess að fyrirmyndir séu kynntar á ígrundaðan hátt og gætt að þær séu af báðum kynjum og endurspegli þær áherslur sem eru hjá félaginu
 • vinna markvisst gegn staðalímyndunum með því að leitast við að jafna kynjahlutföll meðal iðkenda hverrar íþróttagreinar fyrir sig. Á þetta við jafnt í starfi sem og allri umfjöllun um starfið.
 • verðlaun til beggja kynja innan allra greina séu sambærileg eftir aldri.
 • gæta þess að kynin njóti sömu grunnlauna og hlunninda fyrir sambærileg störf hjá félaginu.

 

Knattspyrnufélagið Valur leggur áherslu á að:

 • allir iðkendur, óháð kyni, eiga rétt á góðum þjálfara sem hæfir getu þeirra og aldri
 • þjálfarar beggja kynja séu menntaðir og hafi möguleika á að fá hæfa aðstoðaþjálfara ef þess er þörf
 • þjálfarar og starfsfólk félagssins njóta sömu grunnlauna fyrir sambærileg störf óháð kyni
 • bjóða þjálfurum félagssins sömu tækifæri óháð kyni til að afla sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi
 • að ráða ekki fólk til starfa eftir kyni heldur eftir hæfni
 • starfsfólk félagssins hafi sömu tækifæri, óháð kyni til að afla sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi