Framtíðarsýn
Valur er íþróttafélag þar sem lögð er stund á handknattleik,
knattspyrnu og körfuknattleik.
Valur verður þekkt fyrir áherslu á hágæðaþjónustu við börn og
ungmenni sem vilja með markvissri hreyfingu og hollu líferni leggja
rækt við sál og líkama. Þjónusta okkar mun að jafnaði skila liðum
okkar í hóp þriggja efstu í hverri grein en aðstaða okkar mun að
hluta verða nýtt til almennrar íþróttaiðkunar Valsmanna á öllum
aldri. "Valsstefnan" verður orðin viðurkennd sem
íþróttauppeldisstefna sem laðar fram það besta í hverjum
einstaklingi.
Við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinum skýra
valkosti, hafa gæðaviðmið skýr og reksturinn heilbrigðan. Við
viljum skapa öllu Valsfólki tilefni til að koma sem oftast á
Hlíðarenda og taka þátt í starfinu. Við nýtum vel skipulagða
innviði, upplýsingatækni og afburða aðstöðu með markvissum hætti
til að ná framúrskarandi árangri.
Starfsfólk okkar hefur þjónustulipurð að leiðarljósi og reynir
að koma til móts við óskir viðskiptavina eftir því sem kostur er.
Starf okkar byggir á skilvirkni, góðu upplýsingastreymi, jákvæðu
viðhorfi og skýrum markmiðum. Við höfum á að skipa bestu
starfsmönnum á hverju sviði.