Foreldraráð | Upplýsingar

  • Foreldraráð skipuleggja keppnisferðir í samstarfi við þjálfara.

  • Keppnisferðir eru alfarið á kostnað iðkenda.

  • Á gistimótum skulu konur gista hjá stelpum og karlar hjá drengjum en að öðru leyti er æskilegt að aðstoðarfólk í keppnisferðum sé af báðum kynjum og fullorðinn beri ábyrgð á 5 til 7 einstaklingum).

  • Almenna reglan er sú að allur útlagður kostnaður er varðar þjálfara, liðsstjóra og fararstjóra vegna ferða á mót utan höfuðborgarsvæðisins, þegar ekki er um Íslands- eða bikarmót að ræða, t.d. Orku, Pæju, Goða og N1 mótið, er greiddur af forráðamönnum.

    • Foreldraráð skal hafa milligöngu um að útvega þjálfara gistingu á slíkum mótum í samráði við þjálfara.

  • Foreldraráð (formaður og gjaldkeri) bera ábyrgð á að halda greinargóð yfirlit um innheimtu og ráðstöfun fjármuna vegna hvers einstaks móts eða viðburðar og hafa þau tiltæk í bókhaldi fyrir hvert starfsár, ásamt greiðslukvittunum.