43 fréttir fundust fyrir janúar 2013

Fundarboð - Aukafundur

Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals, kt. 670269-2569, boðar hér með til félagsfundar (aukafundar) í félaginu, sem haldinn verður miðvikudaginn 9. janúar 2013, kl. 20:00 að Hlíðarenda í Reykjavík. Lesa meira

Ingólfur og Sigurður Egill valdir í U21

Eyjólfur Sverrisson hefur valið 30 manna hóp til úrtaksæfinga um helgina. Í hópnum eru frá okkur þeir Ingólfur Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson. Lesa meira

Tveir Valsarar í U21 undankeppni HM

Í dag föstudag kl.18:00 á staðartíma leikur 21. árs lið Íslands í handbolta sinn fyrsta leik í undankeppni fyrir HM , en leikið er í Panningen í Hollandi. Lesa meira

Tveir Valsarar í U16 í handbolta

U-16 ára landslið karla í handbolta leikur 3 leiki við Norðmenn í Austurbergi nú um helgina og eru Valsararnir Darri Sigþórsson og Sturla Magnússon í liðinu. Lesa meira

Úrtaksæfingar U17 karla

Við Valsmenn eigum þrjá fulltrúa í úrtakshóp U17í knattspyrnu sem fer fram um helgina. Þetta eru Darri Sigþórsson, Sindri Scheving og Gunnar Sigurðsson og óskum við þeim góðs gengis. Lesa meira

Poweradebikar karla - 8.liða úrslit

Nú fer boltinn að rúlla eftir gott jólafrí. Meistaraflokkur karla í körfubolta á heimaleik í 8. liða úrslitum Poweradebikarsins á sunnudaginn 6.janúar gegn Snæfelli. Leikurinn hefst klukkan 16 og hvettjum við Valsara til að fjölmenna og styðja strákana. Lesa meira

Úrslitaleikir í Futsal

Á morgun sunnudaginn 6.janúar leika bæði meistaraflokkur karla og kvenna til úrslita á Íslandsmótinu í Futsal. Stelpurnar leika gegn ÍBV kl.12:15 og strákarnir gegn Víking Ólafsvík kl.14 og fara leikirnir fram í Laugardalshöll. Lesa meira

Valsstelpur Íslandsmeistarar í Futsal

Stelpurnar í meistaraflokki urðu í dag Íslandsmeistarar í Futsal eftir 6-5 sigur á ÍBV. Strákarnir lutu í lægra haldi í úrslitaleiknum fyrir Víking Ólafsvík 2-5. Lesa meira

Dósa-, flösku- og jólatrjáasöfnun Vals á nýju ári

Laugardaginn 12. janúar næstkomandi munu unglingarnir í Knattspyrnufélaginu Val ganga í hús og safna flöskum og dósum. Lesa meira

Haustleiksmeistarar

Haustgetraunaleik Vals og 66°NORÐUR lauk laugardaginn 22 Desember með flottu lokahófi og verðlaunaafhendingu. Lesa meira

Valur - Fylkir N1 deild kvenna

Þriðjudaginn 8.janúar mætast í N1 deild kvenna Valur og Fylkir. Leikurinn hefst kl. 19:30 og hvetjum við alla Valsara til að fjölmenna. Lesa meira

Aukafundur í kvöld kl.20:00

Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals, kt. 670269-2569, boðar hér með til félagsfundar (aukafundar) í félaginu, sem haldinn verður miðvikudaginn 9. janúar 2013, kl. 20:00 að Hlíðarenda í Reykjavík. Lesa meira

Nicola Dokic til liðs við handknattleiksdeild Vals

Handknattleiksdeild Vals á von á liðsstyrk á næstu dögum þar sem félagið hefur samið við nýjan erlendan leikmann Nikola Dokic. Lesa meira

Valur - Augnablik í 1.deild karla í körfubolta

Föstudaginn 11.janúar eigst við í 1.deild karla í körfubolta Valur og Augnablik. Leikurinn hefst kl.20:00 og hvetjum við Valsara til að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Stefán Ragnar Guðlaugsson skrifar undir hjá Val

Stefán Ragnar Guðlaugsson skrifaði í dag undir samning við Knattspyrnufélagið Val . Stefán sem er miðvörur hefur verið lykilmaður hjá Selfyssingum undanfarin ár en samningur hans rann út nú um áramótin. Lesa meira

U17 og U19 landslið kvenna í fótbolta

U17 og U19 ára landslið kvenna í fótbolta munu koma saman til æfinga helgina 12.-13.janúar næstkomandi. Að vanda eigum við hjá Val fulltrúa í þessum liðum. Lesa meira

Stórleikur í N1 deild kvenna Valur - Fram

Laugardaginn 12.janúar eigast við í N1 deild kvenna Valur og Fram í stórleik umferðarinnar. Leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið frábær skemmtun og spenna frá upphafi til enda. Leikurinn hefst kl.15:00 og hvetjum við alla Valsara til að fjölmenna og styðja stelpurnar. Lesa meira

Nicola Dokic skrifaði undir í dag

Nicola Dokic kom til landsins í gær og tók sína fyrstu æfingu í dag. Lesa meira

Valur - Haukar í N1 deild kvenna

Þriðjudagskvöldið 15.janúar eigast við Valur og Haukar í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst kl.19:30 og hvetjum við alla Valsara til að mæta. Lesa meira

Valur - Fjölnir í Domino´s deild kvenna

Miðvikudaginn 16.janúar eigast við Valur og Fjölnir í Domino´s deild kvenna. Leikurinn hefst kl.19:15 og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar. Lesa meira

Valsdagatalið komið

Við minnum Valsara á að þeir geta komið við á Hlíðarenda og sótt sér Valsdagatal eins og undanfarin ár. Hægt er að nálgast þau í veitingasölu og á skrifstofu félagsins. Lesa meira

Hamar - Valur í Powerdebikar kvenna

Í hádeginu í dag þriðjudaginn 14.janúar var dregið í undanúrslit í Poweradebikarkeppni KKÍ. Valsstúlkur voru í pottinum og drógust gegn Hamri frá Hveragerði. Leikurinn mun fara fram í Hveragerði 25-27.janúar. Lesa meira

Öruggt gegn Haukum

Valsstelpurnar hafa byrjað nýja árið á fljúgandi ferð. Það hófst með því að Fylkisstúlkur voru kafsigldar og síðan voru bláklæddu grannarnir úr Safamýrinni teknir í bakaríið um síðustu helgi. Lesa meira

Kristín Ýr komin heim í Val

Í dag miðvikudaginn 16.janúar skrifaði framherjinn Krístín Ýr Bjarnadóttir undir samning við Val og er því komin heim aftur. Kristín er uppalin í Val en lék á síðasta tímabili í Noregi með liði Avaldsnes IL. Lesa meira

Fríar æfingar í handbolta

Láttu handboltadrauminn rætast! Æfðu frítt á meðan HM stendur. Valur er á meðal þeirra félaga sem í samstarfi við HSÍ bjóða grunnskólakrökkum að æfa frítt á meðan HM í handbolta stendur yfir. Lesa meira

Grótta - Valur í N1 deild kvenna

Laugardaginn 19.janúar eigast við í N1 deild kvenna Grótta og Valur. Leikurinn hefst kl.13:30 og fer fram í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Lesa meira

Valur - Reynir S.í 1.deild karla

Föstudaginn 18.janúar eigast við í 1.deild karla í körfubolta lið Vals og Reynis frá Sandgerði. Leikurinn hefst kl.20:00 og hvetjum við Valsara til að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Valur - KR í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu

Reykjavíkurmótið í knattspyrnu er farið af stað og í kvöld föstudaginn 18.janúar eigast við Reykjavíkurfélögin Valur og KR. Leikurinn hefst kl.19:00 og fer fram í Egilshöll. Lesa meira

Tæpt á Nesinu - Pistill

Undirritaður elti Valsstelpurnar vestur á Seltjarnarnes á laugardag til að fylgjast með þeim í leik gegn Gróttu. Fyrirfram var reiknað með fremur öruggum sigri Vals þar sem liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu en Grótta er um miðja deild og þykir ekki líklegt til afreka. Lesa meira

Poweradebikar kvenna - Undanúrslit

Föstudaginn 25.janúar eigast við í undanúrslitum í Poweradebikarkeppni kvenna Hamar og Valur. Leikurinn fer fram í Hveragerði og mun liðið sem sigrar komast í úrslitaleikinn í höllinni. Við hvetjum alla Valsara til að mæta og styðja liðið áfram og alla leið í úrslitaleikinn. Lesa meira

Guðný Jenný best í fyrri hluta N1 deildar kvenna

Í hádeginu í dag þriðjudaginn 22.janúar var valið úrvalslið fyrri hluta í N1 deild kvenna. Valskonur eiga þrjá fulltrúa sem eru Guðný Jenný, Dagný Skúladóttir og Þorgerður Anna Atladóttir. Þá var Guðný Jenný valin besti leikmaður fyrri hluta og þjálfari Vals, Stefán Arnarson var valinn besti þjálfarinn. Lesa meira

Íþróttaskóli Vals 2013

Íþróttaskóli Vals mun hefjast töluvert seinna í ár en venjulega. Sökum anna í húsinu þá hefur verið ákveðið að íþróttaskólinn muni ekki hefjast fyrr en 6.apríl og verður nokkurs konar vorskóli. nánar auglýst síðar. Lesa meira

8 liða úrslit í bikarkeppni HSÍ

Í hádeginu í dag fimmtudaginn 24.janúar var dregið í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla og kvenna. Valskonur voru í pottinum og drógust gegn liði Selfoss og mun leikurinn fara fram 5-6 febrúar á Selfossi. Lesa meira

Undanúrslit í Poweradebikar kvenna

Í kvöld föstudaginn 25.janúar eigast við í undanúrslitum Poweradebikarkeppni kvenna Hamar og Valur. Leikurinn fer fram í Hveragerði og hefst kl.19:15. Liðið sem sigrar kemst í bikarúrslit í Höllinni og hvetjum við Valsara til að styðja stelpurnar. Lesa meira

Valur - Stjarnan í N1 deild kvenna

Laugardaginn 26.janúar eigast við í N1 deild kvenna Valur og Stjarnan. Leikurinn hefst kl. 13:30 og hvetjum við Valsara til að mæta og styðja stelpurnar enda ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Lesa meira

Valsstúlkur í úrslit Poweradebikarkeppni KKÍ

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna er liðið bar sigurorð af heimastúlkum í Hamri. Valsstúlkur leiddu allan leikinn örugglega og lokatölur voru 39-86. Valur mætir annaðhvort liði Snæfells eða Keflavíkur í úrslitaleik sem fer fram í Laugardalshöll 16.febrúar. Lesa meira

Tap fyrir Stjörnunni - pistill

Það er góður íslenskur siður að taka vel á móti aðkomufólki. Við bjóðum því inn úr kuldanum, sæti í stofunni og sjáum til þess að mannskapurinn sé hvorki þyrstur né svangur. Lesa meira

Blaðamannafundur í hádeginu

Handknattleiksdeild Vals boðar til blaðamannafundar í Lollastúku að Hlíðarenda, þriðjudaginn 29. janúar 2013, kl. 13.00. Efni fundarins er að kynna til sögunnar nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla á tímabilinu 2013 – 2015. Lesa meira

Ólafur Stefánsson tekur við Val

Handknattleiksdeild Vals er mikil ánægja að tilkynna um ráðningu nýs þjálfara, Ólafs Indriða Stefánssonar, fyrir komandi leiktímabil og er samningurinn til tveggja ára. Lesa meira

Fram - Valur í N1 deild kvenna

Fimmtudaginn 31.janúar eigast við í N1 deild kvenna Fram og Valur. Leikurinn fer fram í Safamýri og hefst kl. 19:30. Þetta eru tvö af bestu liðum landsins undanfarin ár og ljóst að um hörkuleik verður að ræða. Lesa meira

ÍR - Valur í N1 deild karla

Laugardaginn 2.febrúar hefst N1 deild karla aftur eftir hlé. Við Valsmenn eigum útileik gegn liði ÍR og fer leikurinn fram í Austurbergi kl. 16:00. Við hvetjum alla Valsara til að fjölmenna og styðja drengina. Lesa meira

Vodafonehöllin lokuð alla helgina

Vodafonehöllin Hlíðarenda verður lokuð alla helgina frá föstudeginum 1.febrúar til sunnudagsins 3.febrúar vegna Landsfundar hjá Samfylkingunni. Húsið opnar aftur á mánudagsmorgun kl. 08:00. Lesa meira

Grindavík - Valur í Domino´s deild kvenna

Laugardaginn 2.febrúar eigast við í Domino´s deild kvenna Grindavík og Valur. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 16:30. Lesa meira