8. janúar

Ísabella, Kolbrá og Sigríður með U19 til Portúgal

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum 18 mann hóp sem tekur þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi sem fara fram í Portúgal dagana 18.-24. janúar næstkomandi. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
23. nóvember

Mörg ný andlit í stjórn Knattspyrnudeildar Vals

Haustfundur Knattspyrnudeildar Vals fór fram að Hlíðarenda í gær og var eitt mál á dagskrá, að kjósa nýja stjórn deildarinnar. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður stýrði fundinum og var Börkur Edvardsson kjörinn formaður deildarinnar en hann var einn í framboði. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
6. nóvember

Haustfundur knattspyrnudeildar 2023

Haustfundur félagsins vegna kosningar í deildarstjórn knattspyrnudeildar verður haldinn í Origo höllinni að Hlíðarenda miðvikudaginn 22. nóvember klukkan 17:00. Dagsskrá haustfundar er samkvæmt samþykktum félagsins.

Lesa meira
30. október

Bjarni Guðjón og Hlynur Freyr í æfingahóp U21

Davíð Snorri Jónsson þjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem kemur saman til æfinga dagana 1. - 10. nóvember næstkomandi. Í hópnum eru tveir leikmenn úr Val, þeir Hlynur Freyr Karlsson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson.

Lesa meira
8. september

Bryndís Arna og Þórdís Elva með U23 til Marokkó

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U23 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem leikur tvo vináttuleiki gegn Marokkó. Liðið mun ferðast til Marokkó dagana 20.-26. september 2023. Æft verður á Íslandi 18. og 19. september í Miðgarði. Tveir Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
8. september

Ísabella, Kolbrá og Sigríður Theodóra með U19 til Noregs

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum leikmannahóp sem tekur þátt í norsku æfingamóti dagana 22.-26. september næstkomandi. Mótið fer fram í Sarpsborg þar sem liðið mætir bæði Svíþjóð og Noregi. Þrír Valsarar í hópnum - Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
13. júlí

Amanda snýr aftur að Hlíðarenda

Amanda Andradóttir hefur skrifað undir hjá Val og kemur til félagsins frá Kristianstad í Svíþjóð. Amanda er ein efnilegasta knattspyrnukona landsins, fædd árið 2003 og lék með Val í yngri flokkum.

Lesa meira
24. júní

Fanney, Hildur Björk og Ísabella með U19 í lokakeppni EM

Margrét Magnúsdóttir þjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í lokakeppni EM sem fer fram í Belgíu. Í hópnum eru þrír leikmenn úr meistaraflokki Vals, markmaðurinn Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir.

Lesa meira
7. júní

Hlynur Freyr með U19 á lokakeppni EM

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu valdi á dögunum leikmenn fyrir leiki Íslands í lokakeppni EM undir 19 ára karla sem fara fram á Möltu 30. júní - 16. júlí næstkomandi. Í hópnum er Valsarinn Hlynur Freyr Karlsson.

Lesa meira
13. maí

BYKO og Knattspyrnudeild Vals hafa gert með sér samstarfssamning

BYKO verður einn af aðal samstarfsaðilum knattspyrnudeildar Vals til næstu þriggja ára og var samningur þess eðlis undirritaður nú fyrir skömmu. BYKO er alhliða verslunarfyrirtæki sem selur byggingavörur, heimilisvörur, innréttingar og fleira - Smelltu á fyrirsögnt til að skoða nánar.

Lesa meira
17. apríl

Meistarakeppni KSÍ: Valur - Stjarnan í kvöld kl. 19:30

Valur tekur á móti Stjörnunni í meistarakeppni KSÍ þegar liðin mætast á Origovellinum að Hlíðarenda klukkan 19:30 í kvöld. Miðasala á leikinn er í fullum gangi inn á Stubb appinu og hvetjum við stuðningsfólk til að fjölmenna á völlinn.

Lesa meira
14. apríl

Besta deild kk: Valur - Breiðablik, sunnudag kl. 19:15

Valur tekur á móti Breiðablik þegar liðin mætast í 2. umferð Bestu deildar karla sunnudagskvöldið 16. apríl á Origo-vellinum að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður heljarinnar dagskrá fyrir leik. Pubquiz og pallborðsumræður í Fjósinu.

Lesa meira
4. apríl

Árskort á heimaleiki Vals komin í sölu

Sala á árskortum Vals er komin í sölu og hvetjum við stuðningsmenn til þess að næla sér í kort og vera með okkur á heimaleikjum í sumar. Um er að ræða þrjár tegundir af kortum, Fótboltakort, Valskort og Gullkort.

Lesa meira
3. apríl

Valur Lengjubikarmeistari karla 2023

Valur varð í gær Lengjubikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á KA-mönnum. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem liðin skildu jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
31. mars

Arna, Thomas og Víðir með U16 á UEFA Development Tournament

Landsliðsþjálfarar U16 ára lið Íslands í knattspyrnu völdu á dögunum hópa sem taka þátt í UEFA Development Tournment í apríl. Kvennaliðið leikur í Wales dagana 10.-16. apríl og leikur gegn Wales, Tékklandi og Ísrael en á sama tíma leika strákarnir í Möltu.

Lesa meira
22. mars

Fanney, Hildur og Sigríður með U19 til Danmerkur

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM 2023. Fanney Inga, Hildur Björk og Sigriður Theódóra í hópnum - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
17. mars

KH kvenna mætir bandarísku liði að Hlíðarenda í kvöld

Stelpurnar í KH mæta U18 liði Iowa Rush frá Bandaríkjunum í vináttuleik í kvöld, föstudaginn 17.mars. Leikið verður á Origo vellinum og flautað verður á kl 18:00. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar stelpur að máta sig við þetta lið - smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
15. mars

Þrír Valsarar hóp U21 sem mætir Írlandi í vináttuleik

Davíð Snorri Jónsson þjálfari U21 ára liðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hópinn sem leikur vináttuleik gegn Írlandi þann 26. mars ytra. Í hópnum eru þrír Valsarar, þeir Orri Hrafn Kjartansson, Lúkas Logi Heimisson og Kristófer Jónsson sem er á láni hjá Venezia.

Lesa meira
6. mars

Glódís og Kolbrá með U17 til Albaníu

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem mun keppa í annarri umferð forkeppni EM. Mótið fer fram í Albaníu 16.-22. mars og eru tveir Valsarar í hópnum, þær Glódís María Gunnarsdóttir og Kolbrá Una Kristinsdóttir.

Lesa meira
21. febrúar

Þrjár úr Val í æfingahóp U16 í fótbolta

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi á dögunum æfingahóp sem kemur sama til æfinga dagana 22. - 24. febrúar. Í hópnum eru þrjár stelpur í Val, þær Arna Karitas Eiríksdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir og Kolbrún Arna Káradóttir.

Lesa meira
3. febrúar

Fanney, Hildur og Sigríður með U19 til Portúgal

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu valdi á dögunum hóp sem tekur þátt í æfingamóti i Portúgal í febrúar. Í hópnum eru þrjár Valsstelpur, þær Fanney Inga Birkisdóttir, Hildur Björk Búadóttir og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.

Lesa meira
2. febrúar

Lúkas Logi og Óliver Steinar til liðs við Val

Knattspyrnudeild Vals fékk á dögunum liðsstyrk þar sem tveir ungir og efnilegir leikmenn gengu til liðs við félagið, þeir Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
10. janúar

Valur skokk er fyrir alla

Á nýju ári vill Valur skokk minna á starfsemi sína - Valur skokk er fyrir alla og hvetjum við áhugasama á að kíkja á æfingar hjá hópnum - Alls fjórar æfingar á viku. Smelltu á fyrirsögn til að skoða nánar.

Lesa meira
2. nóvember

Níu Valsarar í æfingahóp A-landsliðs kvenna

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna valdi á dögunum hóp sem kemur saman til æfinga dagana 9. - 11. nóvember næstkomandi. Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ og eru alls 9 leikmenn úr Val í hópnum.

Lesa meira